Í tilkynningu Skeljungs hf. þann 19. september síðastliðinn kom fram að Samkeppniseftirlitið hefði veitt undanþágu frá banni við framkvæmd samruna, vegna kaupa Skeljungs hf. á öllu hlutafé í Basko ehf., á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, skv. heimild í 4. mgr. 17. gr. a. samkeppnislaga.

Í tilkynningunni kom einnig fram að áfram væri unnið að því að uppfylla aðra fyrirvara. Þeir fyrirvarar hafa nú verið uppfylltir og var gengið frá kaupum á félaginu í dag. Basko verður dótturfélag Skeljungs og verður rekstri þess þannig hátttað að hægt verði að vinda ofan af samrunanum, verði það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins á síðari stigum að hann sé til þess fallinn að raska samkeppni.

Kaupverð, áhrif og umfang viðskiptanna sem og sett skilyrði af hálfu Samkeppniseftirlitsins eru í samræmi við fyrri tilkynningu Skeljungs um kaupin, sjá tilkynningu félagsins 17. og 19. september.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, [email protected].

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *