Stjórn Heimavalla hf.  hefur á grundvelli samþykktar hluthafafundar félagsins þann 30. ágúst 2019 tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlað er að kaupa allt að 337.541.932 hluta sem jafngildir 3% af útgefnu hlutafé, þó þannig að heildar kaupverð eigin hluta endurkaupanna verði aldrei meira en 523.189.995 kr. Framkvæmd áætlunarinnar hefst miðvikudaginn, 2. október 2019 og mun áætlunin vera í gildi fram að aðalfundi félagsins árið 2020 þó að hámarki til 30. apríl 2020.

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 1.032.048 hlutir sem var fjórðungur meðalveltu september mánaðar 2019.

Sökum lítillar veltu með hlutabréf Heimavalla hf. á aðalmarkaði Nasdaq hugðist stjórn Heimavalla hf.  nýta sér undanþágu heimild 7. mgr. 5. gr. viðauka við reglugerð nr. 630/2005 (Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga) og miða við að hámarksmagn hvers viðskiptadags yrðu 2.064.096 hlutir þ.e. 50% daglegra viðskipta en sökum þess að framangreint undanþáguákvæði vísar í ranga málsgrein í 5. gr. viðaukans þá er Heimavöllum ekki kleift að svo stöddu að styðjast við framangreint undanþágu ákvæði.

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af Arion banka sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin hafa farið fram.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Gauti Reynisson,

framkvæmdastjóri í síma 860-5300

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *